Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Íris Dögg Einarsdóttir tók myndirnar af hjónunum á brúðkaupsdaginn.
Íris Dögg Einarsdóttir tók myndirnar af hjónunum á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Instagram

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, og Bára Guðmundsdóttir giftu sig um helgina eða á laugardaginn 28. desember. Dóra segir þetta hafi verið besti dagur lífs þeirra. 

Brúðkaupið var hið glæsilegasta og gleðin var ríkjandi. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og veislan var haldin í Gamla Bíói. Gestirnir skemmtu sér vel og dönsuðu með Emmsjé Gauta sem tróð meðal annars upp. Dóra Júlía er þekkt fyrir mikið stuð sem plötusnúður og vantaði það ekki í veisluna.

Parið hefur verið saman frá árinu 2020. Þær trúlofuðu sig í París árið 2022 og festu kaup á íbúð saman rúmu ári síðar.

Dóra Júlía klæddist gullfallegum silkisatínkjól af ömmu sinni í athöfninni en skipti svo yfir í síðan, hvítan blazer-kjól þegar leið á partíið. Bára klæddist fallegri hvítri dragt í þremur hlutum, dragtarjakka, buxum og vesti. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með giftinguna!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda

OSZAR »