Strandveiðar eru menningararfur

Gestur Dagmála í dag er einn ötulasti talsmaður nokkurra samtaka sem Ísland hefur alið. Þetta er Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, til áratuga en þó með smá hléi. Arthúr er andstæðingur kvótakerfisins og vill stjórna fiskveiði við Ísland með sóknarmarki, eða dagafjölda líkt og hann leggur til. Hann segir strandveiðar ekki skaða nokkurn mann á nokkurn hátt og jafnframt segir hann strandveiðarnar vera stóran hluta af menningararfi okkar sem beri að vernda og hlúa að. Hér er um að ræða hressilegt spjall við Túra Boga sem skefur ekki af hlutunum heldur segir þá eins og þeir eru.

Þvagi og saur slett á fangaverði nær daglega

Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, segir frá þeim áskorunum sem fangelsin glíma við. Þau eru gjarnan yfirfull og af 180 plássum eru að jafnaði 70 upptekin undir gæsluvarðhaldsfanga. Álagið hefur vaxið mikið frá 2022.

Athafnalíf og efnahagshorfur

Ástandið í efnahagslífinu er ótryggt af ýmsum ástæðum, bæði ytri og innri, og verðmætasköpun viðkvæm. Andrés Magnússon ræðir við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um ástand og horfur Íslands.

Bjart fram undan eftir mikinn viðsnúning

Fjárhagsstaða Árborgar var verri en sjálfstæðismenn gerðu ráð fyrir þegar þeir tóku við meirihlutanum árið 2022. Ráðist var í miklar hagræðingaraðgerðir og nú er staðan sú að ársreikningurinn fyrir árið 2024 er einn sá besti í sögu sveitarfélagsins. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, er nýjasti gestur Dagmála og í þættinum fer hann m.a. yfir hvernig bæjarstjórn tókst að snúa við stöðunni á skömmum tíma, pólitíkina í Árborg og sín eigin framtíðaráform fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eftir eitt ár.

OSZAR »