Þjóðmálin
20. maí 2025
Gestur Dagmála í dag er einn ötulasti talsmaður nokkurra samtaka sem Ísland hefur alið. Þetta er Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, til áratuga en þó með smá hléi. Arthúr er andstæðingur kvótakerfisins og vill stjórna fiskveiði við Ísland með sóknarmarki, eða dagafjölda líkt og hann leggur til. Hann segir strandveiðar ekki skaða nokkurn mann á nokkurn hátt og jafnframt segir hann strandveiðarnar vera stóran hluta af menningararfi okkar sem beri að vernda og hlúa að. Hér er um að ræða hressilegt spjall við Túra Boga sem skefur ekki af hlutunum heldur segir þá eins og þeir eru.