Erfiðara að verja bikar en vinna hann

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst í dag, 15. apríl, þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Stjörnunni og Þróttur fær nýliða Fram í heimsókn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Helena Ólafsdóttir og Þóra Helgadóttir fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tíu sem leika í Bestu deildinni í ár.

Spá tveggja liða baráttu um titilinn

Besta deild karla í knattspyrnu hefst á laugardaginn kemur, 5. apríl, þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá Morgunblaðinu, fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tólf sem leika í Bestu deildinni í ár.

Stefnir á heimsmet í framtíðinni

Kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková setti Evrópumet í hnébeygju á Evrópumótinu í Málaga á Spáni á dögunum en hún hafnaði í þriðja sæti á mótinu. Lucie, sem er 29 ára gömul og flutti til Íslands fyrir tíu árum síðan, ræddi við Bjarna Helgason um lífið á Íslandi, fjölskylulífið og framtíðina í íþróttinni.

Í fremstu röð í tæp sextíu ár

Landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum er gestur Dagmála í dag. Hann á að baki einn lengsta keppnisferil sem íslenskur íþróttamaður hefur lagt að baki og það sem meira er, hann er enn að. „Ég er enn með „götsið,“ og á meðan að það er til staðar og ég trúi að ég geti unnið, þá held ég áfram,“ segir hinn magnaði afreksíþróttamaður, Sigurbjörn Bárðarson. Margt ber á góma í spjalli dagsins. Sú breyting sem hefur orðið á ræktunarstarfi íslenska hestsins. Áður fyrr voru menn ofurlítið hver í sínu horni og ræktuðu upp ólík einkenni og skapgerðir. Í dag segir Sigurbjörn er ræktunarstarfið orðið einsleitara og allir að leita í sömu genin. Íslenski hesturinn hefur stækkað og munar þar miklu þegar horft er til fyrri ára. Gott atlæti á þar stóran þátt. Framundan er heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í ágúst. Frábær árangur náðist á síðustu heimsleikum en brekkan verður sífellt brattari segir Sigurbjörn sem þó ætlar sér að skila titlum heim. Hann horfir á fjóra titla í Sviss til að hann verði ánægður. Það er eldmóður í knapanum þegar hann ræðir um íslenska hestinn. Hann er uppfullur lotningar og aðdáunar á hestinum sem hann vill meina að á sínum tíma hafi haldið lífi í þjóðinni og verið þarfasti þjónninn. Risið svo úr því hlutverki til að verða sporthestur sem þúsundir Íslendinga njóta og elska.

OSZAR »