Það er stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Það er stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Ríkisstjórnin mun gera nauðsynlegar breytingar í þessum málaflokki.

Á Alþingi liggur fyrir frumvarp mitt um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Í þeirri lagasetningu felast mikilvæg skilaboð. Með frumvarpinu er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð.

Áform ríkisstjórnarinnar um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum hafa verið kynnt. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð ásamt því að færa móttökustöð til lögregluembættisins. Það mun gera meðferð mála

...