Það var fullt út úr dyrum við opnunarhátíð sýningarinnar Saga laxveiða í Borgarfirði í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri 20. júní sl. Segja má að þessi sýning byggist að hluta á grunni Veiðisafnsins sem Þorkell Fjeldsted heitinn og fólkið hans…
Sá stærsti Bakkaár-laxinn, stærsti stangveiddi lax sem veiðst hefur á Íslandi. Á myndinni eru Ragnhildur Helga Jónsdóttir, Jóhannes Jónu Guðbrandsson, Anna Heiða Baldursdóttir og Sigurður Már Einarsson.
Sá stærsti Bakkaár-laxinn, stærsti stangveiddi lax sem veiðst hefur á Íslandi. Á myndinni eru Ragnhildur Helga Jónsdóttir, Jóhannes Jónu Guðbrandsson, Anna Heiða Baldursdóttir og Sigurður Már Einarsson. — Morgunblaðið/Birna Guðrún Konráðsdóttir

Baksvið

Birna G. Konráðsdóttir

Hvanneyri

Það var fullt út úr dyrum við opnunarhátíð sýningarinnar Saga laxveiða í Borgarfirði í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri 20. júní sl. Segja má að þessi sýning byggist að hluta á grunni Veiðisafnsins sem Þorkell Fjeldsted heitinn og fólkið hans kom á fót í Ferjukoti fyrir mörgum árum, en þar á bæ höfðu safnast saman ýmsir munir tengdir stang- og netaveiði í Borgarfirði.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri sagði í orðum sínum að fyrir allmörgum árum hefðu þeir Þorkell Fjeldsted og Bjarni Guðmundsson þáverandi safnstjóri rætt um það að koma svona sýningu á laggirnar innan Landbúnaðarsafnsins. Hugmyndin hefði gerjast áfram en fyrir um fjórum árum var farið af alvöru að vinna í málinu. Ráðinn var sérfræðingur til safnsins til að

...