Það er sú aukna fjárhæð sem sótt hefur verið til fasteignaeigenda í formi aukinnar skattheimtu svo bregðast megi við bágum rekstri borgarinnar.
Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Hildur Björnsdóttir

Í sjötta sinn á yfirstandandi kjörtímabili lagði Sjálfstæðisflokkur til við borgarstjórn síðastliðinn þriðjudag, að álagningarhlutföll fasteignaskatta yrðu lækkuð á bæði íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Í sjötta sinn var tillagan felld af sitjandi meirihluta.

Heildarmat fasteigna á Íslandi hefur tekið gríðarlegum hækkunum á kjörtímabilinu eða sem nemur tæpum 62%. Í ljósi þess að fasteignaskattar eru reiknað hlutfall af fasteignamati leiðir ítrekuð hækkun fasteignamats óhjákvæmilega af sér krónutöluhækkanir fasteignaskatta. Nágrannasveitarfélög hafa brugðist við hækkandi fasteignamati með samsvarandi lækkun álagningarhlutfalla síðustu ár, en borgaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að fallast á slíkt viðbragð. Þvert á móti hefur ríkjandi meirihluti hverju sinni talið nauðsynlegt að sækja auknar tekjur í vasa

...