Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem eyðir óvissu um Hvammsvirkjun.
Lárus M.K. Ólafsson
Lárus M.K. Ólafsson

Lárus M.K. Ólafsson

Fólkið í landinu gerir kröfu um að stjórnvöld styðji af krafti við aukna raforkuöflun en hlúi jafnframt að þeim miklu verðmætum sem felast í óspjallaðri náttúru. Þetta er jafnvægislist og ábyrgðarhlutverk.

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um flokkun fimm virkjunarkosta í samræmi við tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði tillöguna fram 15. febrúar en áður hafði sama tillaga að flokkun virkjunarkosta setið föst í ríkisstjórn vegna andstöðu Vinstri-grænna. Í upphaflegri tillögu var lagt til að virkjunarkostirnir Skrokkalda, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun færu í orkunýtingarflokk en Kjalölduveita og Héraðsvötn í verndarflokk. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur nú lagt til þá breytingu að Kjalölduveita fari ekki í verndarflokk heldur í biðflokk og

...