Valtur Axl Rose, söngvari bandaríska bárujárnsbandsins Guns N' Roses, hefur verið býsna valtur í seinni tíð og fréttir þess efnis að hann hafi hrasað á tónleikum nokkuð tíðar. Bandið sjálft hefur nú tekið saman myndband, sem aðgengilegt er á…
Axl Rose funheitur í Laugardalnum 2018. Minnast menn þess að hann hafi hrasað þar?
Axl Rose funheitur í Laugardalnum 2018. Minnast menn þess að hann hafi hrasað þar? — Morgunblaðið/Valli

Valtur Axl Rose, söngvari bandaríska bárujárnsbandsins Guns N' Roses, hefur verið býsna valtur í seinni tíð og fréttir þess efnis að hann hafi hrasað á tónleikum nokkuð tíðar. Bandið sjálft hefur nú tekið saman myndband, sem aðgengilegt er á Instagram-reikningi þess, þar sem Rose sést falla hvorki meira né minna en 14 sinnum. Ýmist á hrygginn eða andlitið og í eitt skiptið gengur kappinn hreinlega fram af sviðinu. Síðast hrasaði Rose í stiga á sviðinu á tónleikum Guns N' Roses 17. maí í Múmbæ á Indlandi í laginu Sweet Child O' Mine.