Ástand mannsins sem var stunginn í kviðarhol með stórum eldhúshnífi í Úlfarsárdal á miðvikudag er stöðugt, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að taka skýrslu af manninum í gær.

Lögreglan hefur lagt hald á vopnið en karlmaður um fertugt, sem er grunaður um að hafa stungið mann á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar.

„Rannsókn málsins heldur áfram. Gagnaöflun stendur yfir og það er enn verið að ræða við vitni sem voru á staðnum og þá erum við með talsvert af myndefni. Það er komin ágæt mynd á það sem gerðist á þessum tíma og svo er verið að kanna hver aðdragandinn að árásinni var,“ segir Ævar Pálmi.

Fjöldi vitna

...