
Ómar Runólfsson fæddist 23. desember 1947. Hann lést 9. maí 2025.
Útför Ómars fór fram 22. maí 2025.
Kæri vinur.
Ég þakka þér allar góðar og ánægjulegar stundir sem við höfum átt saman á undanförnum tuttugu árum. Við hittumst fyrst í Sönghóp Átthagafélags Vestmannaeyinga þar sem við glímdum við Eyjalögin. Það kom fljótt í ljós að þú varst traustur, jákvæður og glaðlyndur félagi, með góða rödd og stundaðir æfingar vel ásamt þinni góðu konu. Þessi hópur okkar kom víða fram og hélt stóra vortónleika í lok hvers starfsárs.
Síðar lágu leiðir okkar saman í öðrum sönghópi sem fékk nafnið Vinir og vandamenn þar sem við tókumst einnig á við Eyjalögin en líka hin sívinsælu Bítlalög, sem allir í þeim hópi elska og dá. Þessi hópur hélt tónleika á Goslokahátíð í Eyjum
...