Inga Kristín Sveinsdóttir fæddist 14. ágúst 1953. Hún lést 28. apríl 2025.

Útför Ingu Kristínar fór fram 9. maí 2025.

Mig langar til að minnast með örfáum orðum elskulegrar mágkonu minnar, hennar Ingu Stínu, sem lést 28. apríl. Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna og því fylgir mikil sorg og söknuður. Efst í huga er þó þakklæti fyrir minningar um ótalmargar samverustundir á liðnum árum.

Ógleymanlegur er sá tími sem við Inga Stína og Rúnar áttum saman þegar þau komu að heimsækja mig til Bandaríkjanna árið 1997. Ekki eru minningarnar síðri úr ævintýralegri ferð til Ítalíu í brúðkaup fyrir tæpum tveimur árum. Í huga mínum sé ég hana, hennar hlýlega viðmót, athugul augun, dillandi hlátur, hnyttin tilsvör, með sitt ótrúlega minni.

Inga Stína var mikil hagleikskona

...