„Ef borgarstjóri og kjörnir fulltrúar telja að um mistök borgarinnar hafi verið að ræða ber þeim skylda til að bæta úr þeim mistökum,“ segir Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, vegna ummæla Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í…

Mistök Lögmaður Búseta segir hlutverk Reykjavíkurborgar sem opinbers stjórnvalds og leyfisveitanda í málinu annað og meira en að miðla málum.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óskar Bergsson
„Ef borgarstjóri og kjörnir fulltrúar telja að um mistök borgarinnar hafi verið að ræða ber þeim skylda til að bæta úr þeim mistökum,“ segir Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, vegna ummæla Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í blaðinu í gær, um að mistök á borð við græna gímaldið megi ekki endurtaka sig. Logos hefur gætt hagsmuna Búseta í deilum vegna gímaldsins við Álfabakka.
Hann segir skyldu hvíla á stjórnvöldum að bregðast við slíkri stöðu í stað þess að láta þá borgara sem verða fyrir tjóni og skerðingu á réttindum vegna þeirra mistaka þurfa að sækja málið fyrir kærunefndum og jafnvel dómstólum með tilheyrandi tíma og kostnaði.
Snýst ekki eingöngu um hönnun og útlit hússins
„Hlutverk
...