Bernharð Sigursteinn Haraldsson, fv. skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA), er látinn, 86 ára að aldri. Bernharð fæddist í Árnesi í Glerárþorpi 1. febrúar 1939 og ólst upp á Akureyri. Foreldrar hans voru Þórbjörg Sigursteinsdóttir,…

Bernharð Sigursteinn Haraldsson, fv. skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA), er látinn, 86 ára að aldri.

Bernharð fæddist í Árnesi í Glerárþorpi 1. febrúar 1939 og ólst upp á Akureyri. Foreldrar hans voru Þórbjörg Sigursteinsdóttir, húsfreyja og verkakona, ættuð úr Hörgárdal, og Haraldur Norðfjörð Ólafsson frá Brekku í Glerárþorpi, sjómaður og netagerðarmaður.

Bernharð lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959. Hann nam þýsku við háskólann í Freiburg í V-Þýskalandi 1959-1960, lauk BA-prófi í landafræði og mannkynssögu og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1966 og stundaði nám í hagrænni landafræði við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1988-1989.

Bernharð kenndi við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1966-1967, Gagnfræðaskóla Akureyrar 1960-1962 og 1967-1981, var yfirkennari þar 1981-1982 og skólastjóri 1982-1983.

...