Jónas Ingimundarson fæddist 30. maí 1944. Hann lést 14. apríl 2025.

Útför Jónasar fór fram 23. apríl 2025.

Það var fallegt að lesa það sem nemendur og samstarfsvinir Jónasar skrifuðu um hann. Fjölbreyttu og líflegu minningarnar um ævintýri þeirra í músíkheimum – æfingar og samtöl við píanóið, plön um prógrömm, tónleikaferðir um allar trissur heima og heiman. Þvílíkt líf með þessum leikfélaga og galdramanni á hljóðfærið, sem vissi svo margt, kunni að opna tónlistina fyrir öllum og elskaði að spila með og fyrir aðra.

Á þeim árum þekkti ég Jónas sem tónleikagestur og reyndi full aðdáunar að missa ekki af tónleikum hans.

Jónas var víðförull. Sagt er að hver vegur að heiman sé vegurinn heim. Það var á heimferðinni sem ég kynntist þeim Ágústu. Krabbameinið

...