
Guðný Halldórsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur ekki alla sína tíð haft horn í síðu sjávarútvegsins. Hún barðist um á hæl og hnakka þegar síðasta vinstristjórn hugðist stórhækka veiðigjaldið árið 2012. Á þeim tíma lét hún hafa eftir sér að með framlagningu frumvarps um hækkunina væri ríkisstjórnin að etja saman landsbyggð og þéttbýli enda væri stærsti hluti útgerðarinnar á landsbyggðinni. Hún sagðist hafa reynt að draga fram „… að þetta er hrikaleg skattlagning á landsbyggðina sem ég tel mikilvægt að við á suðvesturhorninu horfumst í augu við. Við verðum að berjast fyrir því, hvort sem við erum á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni, að þetta ranglæti verði ekki knúið í gegn.“
Ráðgjafarsvið KPMG tók nýlega saman stutta skýrslu vegna fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjaldi. Þar kemur fram að
...