En smám saman tók andúðin að taka á sig aðra mynd og beinast að hinum raunverulega ógnvaldi – þeim sem tefldi hinum óbreytta manni út í opinn dauðann.
Þetta eru mín orð. Ernest Hemingway, sem á þessa hugsun, gekk lengra í bók sinni A Farewell to Arms, Vopnin kvödd, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness. Hemingway taldi þetta eiga við um öll stríð. Ekkert stríð verði unnið með sigri.
Kúrdarnir í Tyrklandi eru á þessari Hemingway-línu. Helsti talsmaður þeirra, Abdullah Öcalan, sem setið hefur í tyrknesku fangelsi í rúman aldarfjórðung, vill semja um lyktir á áratugagömlum stríðsátökum. Og til að sýna að hugur fylgi máli lagði hann til úr fangaklefa sínum á Imrali-eyju hinn 27. febrúar síðastliðinn að Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, og vopnaðar sveitir á vegum hans, yrðu lagðar niður, vopnin kvödd. Og nú hefur flokkurinn svarað þessu
...