Viljum við virkilega trúa því og kenna æsku landsins að einstaklingar af ákveðnu þjóðerni séu óæskilegir?
Ísraelska söngkonan Yuval Raphael lifði af grimmdarlega árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael í októbermánuði 2023. Hún mætti fjandskap í Eurovision.
Ísraelska söngkonan Yuval Raphael lifði af grimmdarlega árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael í októbermánuði 2023. Hún mætti fjandskap í Eurovision. — AFP/Fabrice Coffrini

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

[email protected]

Á netmiðli fjölmiðils mátti á dögunum sjá frétt um íslenska kennslukonu sem hafði áhyggjur af því hverju hún ætti að svara nemendum sínum þegar þeir spyrðu eftir Eurovisionkeppnina af hverju Ísrael fengi að keppa þar og hvort virkilega væri leyfilegt að drepa börn.

Sú sem þetta skrifar veit ekki hvort kennslukonan fékk þessar spurningar frá nemendum sínum eða hvernig hún svaraði þeim ef þær komu. Kennslukonan hefði getað svarað á ýmsa vegu. Hún hefði til dæmis getað sagt nemendum sínum að ísraelska söngkonan sem tók þátt í Eurovision hefði lifað af árás Hamas á tónlistarhátíðina 7. október 2023 þar sem viðbjóðsleg grimmdarverk voru framin. Illska væri nefnilega alls ekki bundin við ákveðin

...