Eldsvoði Blóm og kerti voru lögð að Hjarðarhaga 48 í gærkvöldi.
Eldsvoði Blóm og kerti voru lögð að Hjarðarhaga 48 í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Karlmennirnir tveir sem létust eftir mikinn eldsvoða á Hjarðarhaga á fimmtudag voru Bandaríkjamaður á sextugsaldri og Tékki á fertugsaldri. Lögreglan segir miður að láðst hafi að kalla til áfallahjálp á vettvang.

Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði þetta við mbl.is. Annar mannanna lést á fimmtudag og hinn lést af sárum sínum aðfaranótt föstudags.

Fjórir menn hafa búið í kjallaraíbúðinni. Þrír þeirra voru í íbúðinni og tveir þeirra eru látnir. Sá þriðji er slasaður og liggur á spítala en er ekki í lífshættu.

Lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort um íkveikju sé að ræða. Ævar getur ekki tjáð sig um hvort eitthvað sérstakt bendi til þess.

Sjónarvottar lýsa því að hafa heyrt mikinn hvell. „Meðal markmiða

...