Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu í gær samning sem ætlað er að tryggja framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Árið 2021 var skóflustunga tekin að nýju…

Húsavík Inga Sæland gaf sig á tal við heimilisfólk á Hvammi eftir að hún undirritaði samkomulag við Norðurþing um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.
— Ljósmynd/Gaukur Hjartarson
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu í gær samning sem ætlað er að tryggja framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík.
Árið 2021 var skóflustunga tekin að nýju hjúkrunarheimili við Auðbrekku 2 og í kjölfarið grafið fyrir grunni hússins. Ekkert varð hins vegar af sjálfri byggingu hjúkrunarheimilisins.
Tekur við af Hvammi
Viðstaddir undirritunina í gær voru íbúar hjúkrunarheimilisins Hvamms en áðurnefnt framkvæmdasvæði er þar fyrir aftan. Á nýja hjúkrunarheimilinu verða 60 hjúkrunarrými og munu allir 54 íbúar Hvamms flytja þangað yfir þegar heimilið verður opnað. Nýja heimilið leysir þannig það eldra af hólmi, auk þess sem hjúkrunarrýmum í sveitarfélaginu fjölgar um sex.
...