
Sigurður Trausti Þorgrímsson fæddist 6. ágúst 1952. Hann lést eftir langvarandi veikindi á A6, lungnadeild Landspítala í Fossvogi, 10. maí 2025.
Foreldrar Sigurðar Trausta voru Þorgrímur Jónsson málmsteypumeistari, f. 1924, d. 2022, og Guðný Margrét Árnadóttir, húsmóðir og handverkskona, f. 1928, d. 2018. Systkini hans eru Bára Þorgerður, f. 1950, Jón Þór, f. 1958, og Herdís, f. 1961. Fjölskyldan bjó fyrstu árin á Laugamýrarbletti 32 í Laugarneshverfi í Reykjavík en í maímánuði 1957 flutti hún í nýbyggt hús að Rauðalæk 19.
Árið 1973 kvæntist Trausti Elsu Brynjólfsdóttur, f. 1957, d. 1999. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Þór, f. 1973, kvæntur Lotte Harmsen, f. 1977, þau eiga Önnu Björk, f. 2010. Sigurður Þór á tvö börn úr fyrra sambandi með Sigurveigu M. Stefánsdóttur, Sverri Þór, f. 1995, og Stínu Malen, f. 2000. 2) Ari, f. 1978,
...