Gunnar Hauksson fæddist 8. desember 1943. Hann lést 20. maí 2015.

Útför hans fór fram 29. maí 2015.

Elsku hjartans pabbi minn.

Fyrir 10 árum, þann 20. maí 2015, fékk ég fallegustu kveðjustund sem ég gat óskað mér, að vera ein með þér pabbi minn og halda utan um þig, þína hinstu stund, og þá stund geymi ég í hjarta mínu að eilífu.

Besta gjöfin sem pabbi getur gefið dóttur sinni er að elska hana.

Þú gafst mér bestu gjöfina sem ég hef fengið, að hafa verið pabbi minn.

Frá því ég fæddist vorum við eitt.

Þú elskaðir mig skilyrðislaust. Þú varst mín stoð og stytta í einu og öllu, þú varst styrkurinn minn, þú varst sá eini sem ég treysti, þú

...