Dagbjört Hákonardóttir
Dagbjört Hákonardóttir

Ég stend á fertugu og var því um ellefu ára þegar ég sá Schindler’s List, þvert á tilmæli Kvikmyndaeftirlits ríkisins. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þau áhrif sem þessi mynd skildi eftir sig hjá mér, en hún hefur mótað mig sem manneskju og stjórnmálamann allar götur síðan. Ég hef á ýmsum vettvangi kynnst heilsteyptu fólki frá Ísrael, auk þess sem menning og arfleifð Gyðinga hefur alltaf átt sérstakan stað í mínu hjarta. Við megum aldrei horfa fram hjá því að mjög víða um heim hefur gyðingahatur verið landlægt samfélagsmein sem Íslendingar hafa ekki upplifað í eigin samfélagi í sama mæli og íbúar til að mynda á Norðurlöndum og í Evrópu.

Það er einmitt þess vegna sem mér finnst hafið yfir allan vafa að fordæma framgöngu Ísraela sem hernámsaðila í Palestínu, sem nú tala fyrir þjóðflutningum og nota hungursneyð sem og óhjákvæmilega útbreiðslu smitsjúkdóma sem vopn í hernaðarátökum,

...

Höfundur: Dagbjört Hákonardóttir