Söngur VÆB-bræðurnir á sviði og voru sáttir með sitt framlag.
Söngur VÆB-bræðurnir á sviði og voru sáttir með sitt framlag. — AFP/Fabrice Coffrini

Framlag Íslands, lagið Róa sem VÆB-bræður fluttu, varð næstneðst – í 25. sæti – í úrslitakeppni Eurovision á laugardagskvöld. Lagið fékk 33 stig í símakosningu almennings í Evrópulöndum, en dómnefndir þátttökulandanna gáfu íslenska laginu engin stig.

Hinn austurríski JJ vann Eurovision-keppnina með laginu Wasted Love sem fékk 436 stig. Í 2. sæti var Ísrael, með 357 stig, og Eistland í því 3. með 356 stig. Svíum var lengst af spáð sigri en þeir höfnuðu í 4. sæti með 321 stig. Ellefu ár eru síðan Austurríki vann síðast en þá var það Conchita Wurst með laginu Rise Like a Phoenix. JJ hefur sagt í viðtölum að Wurst sé sterk fyrirmynd hans.

Íslendingar gáfu Póllandi 12 stig í símakosningu úrslita. Íslenska dómnefndin gaf Póllandi hins vegar engin stig. „Við erum svo ánægðir og þakklátir. Þetta var besti flutningurinn hingað til og við gáfum allt

...