
Vilhjálmur Bjarnason
Fátt efni er jafn útþvælt í umræðu og oftast án tilefnis en það er frelsið. Fyrstu kaflar Íslandsklukkunnar fjalla um frelsi dæmdra manna. Fangarnir á Bessastöðum börðust allir fyrir því sem hverjum manni er helgast, en það er lífið sjálft.
Fangarnir í svartholinu og dýflissunni höfðu verið dæmdir fyrir litlar sakir. Jón Hreggviðsson hafði verið dæmdur á líkum fyrir að drepa böðul. Sjálfur vissi Jón aldrei hvort hann var sekur eða saklaus, hvort hann hafði drepið mann eða hvort hann hafði ekki drepið mann. Jóni var sama hvort hann var sekur eða saklaus, hann vildi bara hafa bátinn sinn í friði. Og sennilega einnig réttinn til að brúka það snæri sem hann var sagður hafa stolið sér til lífsbjargar. Til þess að geta róið til fiskjar á dýpri mið.
Jón Þeófílusson, hann var
...