Reynir Þór Stefánsson var allt í öllu hjá Fram þegar liðið hafði betur gegn Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handbolta á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Fram, 37:33, en Reynir Þór skoraði tólf mörk og var langmarkahæstur hjá Frömurum
Öflugur Hinn illviðráðanlegi Reynir Þór Stefánsson sækir að marki Vals í sterkum sigri Fram í fyrsta leik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær.
Öflugur Hinn illviðráðanlegi Reynir Þór Stefánsson sækir að marki Vals í sterkum sigri Fram í fyrsta leik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær. — Morgunblaðið/Karítas

Handboltinn

Bjarni Helgason

[email protected]

Reynir Þór Stefánsson var allt í öllu hjá Fram þegar liðið hafði betur gegn Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handbolta á Hlíðarenda í gær.

Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Fram, 37:33, en Reynir Þór skoraði tólf mörk og var langmarkahæstur hjá Frömurum. Framarar leiða því 1:0 í einvíginu en næsti leikur liðanna fer fram í Framhúsi í Úlfarsárdal á mánudaginn kemur, 19. maí. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Það er óhætt að segja að sóknarleikurinn hafi verið í aðalhlutverki hjá báðum liðum í upphafi leiks en staðan var jöfn, 8:8, eftir tíu mínútna leik. Framarar skoruðu fyrsta mark leiksins en Valsmenn voru með

...