Árni Bergmann segir menn seint munu temja sér hófsemi: Komi aftur okkar hænur með eggin sín vænu. Komi kötturinn Mosi með kynlegu brosi Komi smáfuglar snjallir til snæðings á palli. Komi enn og aftur einbeittur kraftur til aldraðra tveggja ellimóðra víst beggja

Pétur Blöndal

[email protected]

Árni Bergmann segir menn seint munu temja sér hófsemi:

Komi aftur okkar hænur

með eggin sín vænu.

Komi kötturinn Mosi

með kynlegu brosi

Komi smáfuglar snjallir

til snæðings á palli.

Komi enn og aftur

einbeittur kraftur

til aldraðra tveggja

ellimóðra víst beggja.

Komi sumar og sól

sálarinnar önnur jól.

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson fylgdist með Evróvisjón:

Öl á knæpu einn ég drakk

með afar tæpum

...