30 ára Gunnhildur ólst upp í Bæjarsveit í Borgarfirði. Hún gekk í Kleppjárnsreykjaskóla og sem barn æfði hún samkvæmisdansa. Það voru þó hestar sem áttu hug hennar allan. „Við mamma áttum saman nokkur hross og ég hef alltaf verið mikil…

30 ára Gunnhildur ólst upp í Bæjarsveit í Borgarfirði. Hún gekk í Kleppjárnsreykjaskóla og sem barn æfði hún samkvæmisdansa. Það voru þó hestar sem áttu hug hennar allan. „Við mamma áttum saman nokkur hross og ég hef alltaf verið mikil hestakona.“

Eftir grunnskóla fór hún í Menntaskóla Borgarfjarðar og vann við ýmis störf. Hún lærði búfræði á Hvanneyri 2016-2018 og fór aftur í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri 2020 og lauk þar prófi úr hestafræði 2023. Núna býr hún á Tjörn á Mýrum í Hornafirði.

Fjölskylda Kærasti Gunnhildar er Agnar Ólafsson, f. 16.5. 1995, bóndi á Tjörn á Mýrum og rekur líka verkstæði fyrir vinnuvélar. Það er bara einn dagur á milli stórafmæla hjá þeim Gunnhildi og Agnari, því hann verður þrítugur á morgun,

...