Við færðum landamæri okkar í allar áttir og allir sem komast inn á Schengen komast hingað án þess að sýna vegabréf eða segja nafn sitt.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Kæra Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra! Getur það verið rétt að opnu íslensku landamærin kosti þjóðina eitt hundrað milljarða króna á ári? Segi og skrifa eitt hundrað milljarða. Þegar Ragnar Árnason, hagfræðingur og prófessor, setur þessa tölu fram í nýlegu útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu hlýtur þú sem ábyrgur forsætisráðherra að setja færustu menn þína til verka, láta þá fara yfir dæmið og annaðhvort afsanna eða staðfesta kenninguna. Þessi óheyrilegi kostnaður byrjaði vissulega á vakt fyrrverandi ríkisstjórnar en það ert þú sem getur – og verður – að leiðrétta kúrsinn tafarlaust.

Þessi hlægilegu opnu landamæri Íslands í gegnum Schengen virðast þegar allt er reiknað nánast eins og botnlaus tunna. Öll eyríki, Færeyjar, Grænland, Írland og Bretland, fúlsuðu við Schengen og standa sjálf vaktina við flugvelli sína og

...