Afkomubatinn helgast af aðhaldi í rekstri, markvissri tekjuöflun með sölu byggingarréttar en líka virkri aðkomu borgarinnar að bata í efnahagslífinu.
Skúli Helgason
Skúli Helgason

Skúli Helgason

Ársreikningur Reykjavíkurborgar sýnir myndarlegan afgang af rekstri samstæðu borgarinnar um tæpa 11 milljarða sem er viðsnúningur um 14 milljarða frá fyrra ári.

Ársreikningurinn endurspeglar prýðilega afkomu hjá bæði borgarsjóði og B-hluta, fyrirtækjum borgarinnar, þar sem mikið munar um góða afkomu Orkuveitunnar.

Þessi árangur er í samræmi við áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn 2020 í samhengi covid-faraldurs þar sem samþykkt var að standa dyggan vörð um grunnþjónustuna, ekki ráðast í harðan niðurskurð við krefjandi aðstæður fyrir starfsfólk okkar og íbúa borgarinnar heldur vaxa út úr vandanum en sýna aðhald með raunhæfum hagræðingaraðgerðum. Það var sannarlega krefjandi á þeim tíma sem vextir og verðbólga voru hér í hæstu hæðum en þau mál hafa þróast til betri vegar í góðu

...