Ítalía Ísland og Ítalía voru einnig saman í riðli í undankeppni EM.
Ítalía Ísland og Ítalía voru einnig saman í riðli í undankeppni EM. — Ljósmynd/FIBA

Ísland dróst í D-riðil ásamt Ítalíu, Litáen og Bretlandi er dregið var í riðla í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfubolta í Katar í gær. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara áfram í næsta stig riðlakeppninnar. Ísland var einnig með Ítalíu í undankeppni EM og vann stórkostlegan útisigur 25. nóvember á síðasta ári, 81:74. Ítalía vann í Laugardalshöll þremur dögum fyrr, 95:71. Bæði Ítalía og Litáen hafa unnið fjölmörg verðlaun á lokamótum EM.