Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands samþykkti á fundi sínum á laugardag nýja reglu um fjölda erlendra leikmanna í leikjum á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Samþykkt var að að lágmarki einn íslenskur leikmaður yrði inni á vellinum hverju sinni, svokölluð 4+1-regla

Körfuboltinn Erlendir leikmenn eru fjölmargir í íslensku úrvalsdeildunum og leitað er leiða til að auka spiltíma íslensku leikmannanna.
— Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands samþykkti á fundi sínum á laugardag nýja reglu um fjölda erlendra leikmanna í leikjum á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Samþykkt var að að lágmarki einn íslenskur leikmaður yrði inni á vellinum hverju sinni, svokölluð 4+1-regla.
Engar takmarkanir voru varðandi leikmenn af Evrópska efnahagssvæðinu, EES, á tímabilinu sem nú er að ljúka en stjórn KKÍ samþykkti að takmarka fjölda þeirra á þann hátt að fjórir erlendir leikmenn mættu vera á leikskýrslu hverju sinni.
Þar með er tryggt að í það minnsta einn íslenskur leikmaður sé innan vallar hverju sinni. Auk þess sem fjórir erlendir leikmenn mega vera á tólf manna leikskýrslu mega þessir fjórir
...