Gríski körfuknattleiksmaðurinn Dimitrios Agravanis leikmaður Tindastóls hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna framkomu sinnar í öðrum úrslitaleik Stjörnunnar og Tindastóls á Íslandsmótinu í körfubolta í Garðabænum síðasta sunnudagskvöld. Stjarnan vann sannfærandi, 103:74, en Dimitrios átti afleita innkomu í liði Tindastóls. Það fauk síðan endanlega í Dimitrios í seinni hálfleik en þá lét hann dómara leiksins heyra það og var rekinn út úr húsi fyrir háttsemi sína en eftir það fór leikurinn frá Tindastóli. Í tilkynningu frá KKÍ kom fram að Dimitrios fengi eins leiks bann og missir hann því af leik númer þrjú annað kvöld.

Ísland og Færeyjar eru í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn í lokakeppni EM karla í handknattleik sem fer fram á fimmtudaginn. Portúgal, Noregur, Króatía og Spánn eru einnig í 2. flokki og geta ekki verið í riðli Íslands, og heldur ekki Danmörk, Svíþjóð

...