Tvö framsækin fyrirtæki úr matvælageiranum, Reykjavík Asian og Tropic, sameinuðu krafta sína og héldu glæsilegan sumarfögnuð á dögunum. Veislan fór fram á Reykjavík Röst við höfnina í miðborginni, þar sem markmiðið var að fagna tilkomu sumars og þakka öllum þeim sem hafa stutt fyrirtækin frá upphafi.
Gestum var boðið upp á veitingar úr eldhúsi Reykjavík Asian, fljótandi veigar frá CCEP og veglega gjafapoka frá Tropic sem einnig kynnti og seldi sínar vörur á staðnum. Gleðin var allsráðandi og mæting fór langt fram úr væntingum.
Reykjavík Asian hefur skapað sér traust nafn fyrir sushi, asíska smárétti og framúrskarandi veisluþjónustu. Hjá fyrirtækinu er lögð sérstök áhersla á gæði hráefna, fagmennsku og fallega framsetningu. „Það kom bersýnilega fram í veislunni, þar sem hver réttur sló í gegn,“ segir Bjarni Lúðvíksson, einn eigenda Reykjavík Asian.
Tropic er metnaðarfullt fyrirtæki sem þróar og flytur inn hágæða plöntumiðuð matvæli og vandaðar snyrtivörur sem búa yfir frábærri virkni.
„Til stendur hjá Tropic að hefja innlenda framleiðslu á heilsusamlegum hrákökum, en fyrirtækið fékk fyrr á árinu styrk úr Uppsprettunni, styrktarsjóði Haga hf. Markmið Tropic er að veita fólki greiðari aðgang að hollari valkostum án þess að gefa afslátt af bragðgæðum,‘ segir Kristín Amy Dyer, eigandi Tropic.
„Þeir sem ekki komust í sumarfögnuðinn geta kíkt á heimasíður fyrirtækjanna og nælt sér í 20% afslátt af öllum veislubökkum hjá reykjavikasian.is og öllum vörum hjá tropic.is í takmarkaðan tíma,“ segir Kristín Amy enn fremur.
Sushi-bakkar frá Reykjavík Asian fást í völdum verslunum Samkaupa og Fjarðarkaupa og vörur frá Tropic fást meðal annars í völdum verslunum Krónunnar, Hagkaupa, Fjarðarkaupa, Hrím og Ekó Húsinu Síðumúla.