Þessa dagana stendur yfir HönnunarMars og mikið er um dýrðir í borginni. Alls konar viðburðir eru í gangi og til að mynda, eins og fram hefur komið á matarvefnum, eru drykkjar- og matartengdar veislur.
Ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza er samstarfsaðili viðburðarins í ár, líkt og í fyrra með nýjum kaffidrykk og fengum við Ragnheiði Skúladóttur, vörumerkjastjóra hjá Danól, til að afhjúpa uppskriftina og leyfa kaffiþyrstum lesendum að njóta. Drykkurinn var frumsýndur á DesignTalks í Hörpu í fyrradag og naut mikilla vinsælda gesta. Beðið var í röðum eftir smakki og sló drykkurinn í gegn.
„Drykkurinn er kaldur kaffidrykkur, ískaffi, með espresso, kókosvatni og Pandan-sírópi. Pandan, eða Pandanus amaryllifolius, er planta sem vex í Suðaustur- og Suður-Asíu. Hún er þekkt fyrir sæta bragðtóna sem minna á jarðhnetur og vanillu, og er mikið notuð í asískri matargerð. Plantan er litsterk og smitar út frá sér grænan lit sem einkennir þá rétti sem Pandan er notuð í. Suðaustur-Asía er eitt af þeim svæðum þar sem kaffibaunir Lavazza draga uppruna sinn, og því er mjög viðeigandi að tengja saman kaffi og Pandan,“ segir Ragnheiður.
Um helgina, 5. og 6. apríl munu kaffibarþjónar Lavazza bjóða gestum að smakka drykkinn, ásamt öðrum kaffidrykkjum, í Smáralind á milli klukkan 12.00 og 15.30. Einnig verður hægt að sjá verk Maríu Guðjohnsen sem ítalskur kaffiframleiðandi er í samstarfi við.
Þeir sem hafa ekki tök á að mæta geta búið til sinn eigin drykk og notið hans heima við.
Ískaffi með Pandan og kókos
Aðferð:
Pandan-síróp
Aðferð: