Greinar þriðjudaginn 13. maí 2025

Fréttir

13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Andreas Hellkvist og Kvartett Sigurðar Flosasonar á Múlanum

Sænski Hammond-orgelleikarinn Andreas Hellkvist og saxófónleikarinn Sigurður Flosason leiða kvartett á vortónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum verður… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Bjarni H. Þórarinsson

Bjarni Hjaltested Þórarinsson, myndlistarmaður og sjónháttafræðingur, er látinn, 78 ára að aldri. Bjarni fæddist í Reykjavík 1. mars 1947 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Anna Lísa Hjaltested túlkur og Þórarinn B Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Blíðskaparveður fram undan

Sólin lætur sjá sig í flestum landshlutum í vikunni og spáir Veðurstofa Íslands allt að 20 stiga hita. Hlýjast verður á Norðausturlandi á morgun, miðvikudag, en íbúar á suðvesturhorni landsins fá líka að líta þá gulu, þótt ekki verði nema þegar hún gengur til viðar Meira
13. maí 2025 | Fréttaskýringar | 680 orð | 2 myndir

Eigandi Hoobla segir gott að ræða málin yfirvegað

Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla, markaðstorgs þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa aðgang að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, stjórnendum og ráðgjöfum sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf, vinnufyrirkomulag sem oft er… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 98 orð

Endurskoðun á byggingarreglugerð

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað stýrihóp um endurskoðun á byggingarreglugerð. Hópnum er ætlað að vinna tillögur um gagngerar breytingar á regluverkinu með áherslu á að einfalda umgjörð um byggingariðnað til að lækka… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Forlagið flytur á Fiskislóð

Bókaútgáfan Forlagið flytur í lok vikunnar allan rekstur sinn í húsnæði á Fiskislóð 39. Þar hefur Forlagið rekið bókabúð en nú færist daglegur rekstur einnig þangað. Sigþrúður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Forlagsins segir að ástæða flutninganna sé … Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Frumvarp um veiðigjöld í nefnd

Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar. Ekki þurfti að kjósa um tillögu stjórnarandstöðunnar um að frumvarpinu yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en til… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 182 orð | 2 myndir

Fræðsla fyrir starfsfólk aukin

Spretthópur á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um matarmál í skólum borgarinnar hefur lokið störfum og verða tillögur hópsins kynntar innan tíðar. Þetta segir Ellen Alma Tryggvadóttir, doktor í næringarfræði og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, en hún situr í hópnum Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Geta tapað þriðjungi tekna sinna

„Með þessari stefnu setjum við niður fótinn og tökum harðari stefnu varðandi það hvernig við sjáum fyrir okkur leyfisveitingar til gervigreindarfyrirtækja,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs, en hún kynnti nýverið… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Greinargerð um Gasa send til Haag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sendi í febrúar inn skriflega greinargerð til Alþjóðadómstólsins í Haag í máli varðandi Gasasvæðið, en það er í fyrsta sinn sem Ísland stendur eitt að slíkri greinargerð til dómstólsins Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Heilsulind innsigluð í Mjóddinni

Heilsulindin Lisa Spa í Mjódd var innsigluð í gær að beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við verkið. Heilsulindinni var lokað vegna þess að ekki var gilt starfsleyfi fyrir starfseminni og … Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Hittir úkraínskan starfsbróður sinn

„Ég er bara að fara að bjóða fram aðstoð þegar kemur að jarðhitarannsóknum, aðstoð íslenskra sérfræðingar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem fundar í dag með orkumálaráðherra Úkraínu Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Hörð hríð að forseta og fjármálaráðherra

Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku sér hartnær klukkustund í upphafi þingfundar í gær til þess að ræða fundarstjórn forseta. Fundið var að því að forseti hefði með skömmum fyrirvara efnt til fundar á laugardag til þess að ljúka 1 Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 431 orð | 2 myndir

Í fótspor Maurers á slóðum Snorra

Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, sem varð níræður í nýliðnum mánuði, hefur nær árlega frá 2014 skipulagt dagsferðir á vegum Ferðafélags Íslands í fótspor þýska fræðimannsins Konrads Maurers. Níunda ferðin verður nk Meira
13. maí 2025 | Fréttaskýringar | 685 orð | 3 myndir

Ísland rekur lestina í upptöku nýrra lyfja

Í árlegri skýrslu samtaka frumlyfjaframleiðenda í Evrópu, EFPIA, um markaðssetningu nýrra lyfja í Evrópu kemur m.a. fram að af 173 nýjum lyfjum sem fengu markaðsleyfi á árunum 2020 til 2023 hafa 59 lyf, eða 34%, verið tekin formlega í notkun á Íslandi Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Íslandsbikarinn á loft á Ásvöllum

Íslandsbikarinn í körfuknattleik kvenna fer á loft á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Þar leika Haukar og Njarðvík hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn kl. 19.15 en þetta er fimmti leikur liðanna og staðan er jöfn, 2:2 Meira
13. maí 2025 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Kreml lætur ekki Evrópu ráða för

Moskvuvaldið mun ekki samþykkja kröfur Evrópuríkja um vopnahlé í Úkraínu. Kænugarður hefur þegar sagst reiðubúinn til að hefja friðarviðræður við Kreml á fundi í Istanbúl næsta fimmtudag, en til að svo megi verða þá þurfa Rússar fyrst að samþykkja… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Lögreglan tók þátt í stóraðgerð

Íslenska lögreglan tók þátt í umfangsmikilli aðgerð í tíu löndum umhverfis Eystrasaltið. Alls eru 57 manns í haldi en sænska lögreglan leiddi aðgerðina. „Þetta er verkefni sem Europol stýrir og við höfum tekið þátt í í mörg ár Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Metnaður til að búa vel að íþróttunum í Hveragerði

Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi sem reist verður í miðbæ Hveragerðis var tekin í gær. Þar komu að verki þrír bæjarfulltrúar hver frá sínu framboðinu, fulltrúar íþróttafélagsins Hamars og fólk úr félagi eldri borgara í bænum Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Opinn fundur um jarðhræringar

Skjálftavirknin í Ljósufjallakerfinu fær sífellt meiri athygli, bæði meðal landsmanna og ekki síst íbúa á nærsvæðinu. Rótarýklúbbur Borgarness, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Sveitarfélagið Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi um jarðhræringarnar í Ljósufjallakerfinu Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 765 orð | 2 myndir

Óvíst hvernig ólögmæt gögn láku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að rannsaka þyrfti gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara sem sakamál. Hún greindi jafnframt frá því að hún hefði óskað eftir að fá öll gögn málsins frá héraðssaksóknara, eins og embættið heitir nú Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ráðherra vill gögn

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að hún hefði sent héraðssaksóknara bréf og óskað eftir gögnum um gagnastuld frá embættinu Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Skilyrði betri en blikur eru á lofti

Jón Ólafur Halldórsson hefur einn gefið kost á sér til formennsku í Samtökum atvinnulífsins, en rafræn kosning stendur nú yfir. Aðalfundur SA verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 15. maí. Jón Ólafur, sem er viðskipta- og véltæknifræðingur að mennt, … Meira
13. maí 2025 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Slá tollum tímabundið á frest

Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti samkomulag milli Bandaríkjanna og Kína um að draga tímabundið úr þeim tollum sem ríkin hafa lagt hvort á annað. Er þetta tilraun til að slíðra sverðin í tollastríðinu Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Taka upp tillögu sem var hafnað

Nokkurt ósætti er innan körfuknattleikshreyfingarinnar í kjölfar þess að stjórn KKÍ samþykkti nýja reglu um fjölda erlendra leikmanna með íslenskum liðum á næsta tímabili. Samkvæmt henni er tryggt að minnst einn íslenskur leikmaður sé inni á… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Vara við afleiðingum breytinga á lyfjalögum

„Því miður virðist sem heilbrigðisyfirvöld ætli sér í raun að þvinga markaðsleyfishafa til að markaðssetja lyf á Íslandi, ellegar muni lyfið ekki eiga möguleika á því að komast í sölu hér á landi Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Vilja enga þéttingu í Grafarvogi

„Borgin er að þreyta íbúa eins og veiðimaðurinn laxinn. Skipulagsferlið er í nokkrum fösum og fyrsti fasi var fyrir áramót og þá bárust 867 athugasemdir. Núna er borgin komin í nýjan fasa og þá núllast allar athugasemdir út og við þurfum öll… Meira
13. maí 2025 | Fréttaskýringar | 540 orð | 3 myndir

Vígbúast gegn gervigreindinni

Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir tónlistarfólk að því verði tryggðar sanngjarnar greiðslur vegna notkunar gervigreindar við tónlistarframleiðslu. Þetta segir Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs, en hún kynnti nýverið norræna stefnu um… Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Vígslan á Jónsmessu

Stefnt er að því að ný kirkja í Miðgörðum í Grímsey verði vígð á sumarsólstöðum, 22. júní næstkomandi. Ytra byrði guðshússins er þegar tilbúið og nú er unnið að frágangi innandyra. „Nú er verið að ganga frá kirkjuskipinu sjálfu, setja upp klæðningar og lýsingu Meira
13. maí 2025 | Erlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Yfirsaksóknari í vanda staddur

Komnar eru fram ásakanir á hendur Karim Khan yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um kynferðislega áreitni og misnotkun. Er það ungur lögfræðingur og samstarfsmaður hans sem segir Khan hafa neytt sig ítrekað til kynmaka í embættisferðum þeirra víða um heim Meira
13. maí 2025 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Æfðu HIMARS-skot í fyrsta skipti

Hersveitir Taívans æfðu í fyrsta skipti í gær notkun á langdrægu eldflaugakerfi, svonefndu HIMARS. Kerfi þetta er bandarískt að uppruna og þykir bæði nákvæmt og banvænt á vígvellinum. Sama vopnakerfi er notað gegn innrásarliði Rússlands í Úkraínu Meira
13. maí 2025 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Örlögin ráðast í kvöld

Fyrsta æfing fyrir framan áhorfendur gekk snurðulaust fyrir sig hjá VÆB-bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum í Basel í Sviss í gærkvöldi. Strákarnir voru orkumiklir á sviðinu, en fyrra undankvöld Eurovision-söngvakeppninnar er í kvöld Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 2025 | Staksteinar | 181 orð | 2 myndir

Ekki sjálfsagt að vel gangi áfram

Sjávarútvegur, og umræðan um hann, er umfjöllunarefni í nýjum pistli Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns á mbl.is. Sigurður bendir á að arðsemi sé breytileg á milli ára og fyrirtækja, en gögn bendi til þess „að greinin hafi almennt verið arðbær, … Meira
13. maí 2025 | Leiðarar | 478 orð

Leiðrétting hvað?

Þeir veifa fremur röngu tré en engu Meira
13. maí 2025 | Leiðarar | 213 orð

Yfirlæti og óvirðing ráðherra

Alþingi Íslendinga á skilið virðingu ráðherra Meira

Menning

13. maí 2025 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

62% laganna í ár ekki sungin á ensku

VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir eru fyrstir á svið í Basel í kvöld í fyrri undankeppni Eurovision sem hefst kl. 19 og sýnd er í beinni útsendingu á RÚV. Flytja þeir þar lag sitt „RÓA“ á íslensku Meira
13. maí 2025 | Dans | 930 orð | 2 myndir

Allar erum við gordjöss

Sundhöll Hafnarfjarðar Konukroppar ★★★½· Höfundar og flytjendur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Ingadóttir. Sérstakir gestir: Kvennakórinn Katla. Sviðslistahópurinn Gleym-mér-ei frumsýndi í Sundhöll Hafnarfjarðar laugardaginn 3. maí 2025. Meira
13. maí 2025 | Menningarlíf | 1028 orð | 2 myndir

„Postulín er fallegt en viðkvæmt“

Tónlistarkonan Katla Yamagata gaf í fyrrahaust út Postulín, sína fyrstu EP-plötu sem hefur að geyma fimm lög samin og flutt af Kötlu. „Þetta er í raun fyrsta kynningin sem fólk fær á mér sem tónlistarkonu,“ segir hún blaðamanni og er í… Meira
13. maí 2025 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Hátíð gegn landamærum í Iðnó í júlí

Hátíð gegn landamærum nefnist viðburður sem samtökin No Borders Iceland standa fyrir í Iðnó 11. júlí. „Á sviðið stígur einvala tónlistarfólk og hljómsveitir – þar á meðal eru poppgoðsögnin Páll Óskar og heimsfrægi rússneski aktívístahópurinn Pussy Riot Meira
13. maí 2025 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Hrottaleg morð í höfuðborginni

Nú þegar aðeins einn þáttur er eftir af Reykjavík 112 magnast spennan heldur betur, en sjötti og síðasti þáttur dettur inn í Sjónvarp Símans á morgun. Þættirnir eru gerðir eftir bók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og með helstu hlutverk fara Kolbeinn… Meira

Umræðan

13. maí 2025 | Aðsent efni | 1635 orð | 1 mynd

Að rugga bátnum

Þau samfélög og fyrirtæki sem reiða sig á sjávarútveg vita manna best að það þarf að búa í haginn, eins og gerist og gengur. Meira
13. maí 2025 | Pistlar | 411 orð | 1 mynd

Hærri veiðigjöld eru sjálfsagt réttlætismál

Alþingi hefur brugðist í því að tryggja þjóðinni eðlilegan arð af sjávarauðlindinni. Þetta var kjarninn í ræðu sem ég hélt nýverið til stuðnings löngu tímabærri hækkun veiðigjalda á Alþingi. Deilur um sjávarútveg og upphæð veiðigjalda eru ekki nýjar Meira
13. maí 2025 | Aðsent efni | 855 orð | 1 mynd

Um sr. Friðrik – fullyrðingar á villigötum

Í framlínu ásakana á hendur sr. Friðriki eru æstastir einstaklingar sem voru ekki einu sinni fæddir þegar hann dó. Meira
13. maí 2025 | Aðsent efni | 294 orð | 1 mynd

Vinstrimenn skála fyrir loftslagsárangri

Vinstrimenn sem fljúga um hvippinn og hvappinn með tilheyrandi kolefnisspori, til að skála við aðra vinstrimenn fyrir loftslagsárangri. Meira
13. maí 2025 | Aðsent efni | 183 orð | 1 mynd

Víða skortir lækna

Fólk man tímana tvenna, jafnvel rétt miðaldra fólk, þegar læknisumdæmin á landsbyggðinni voru í blóma undir stjórn heimamanna og landlæknis. Tvö stöðugildi voru víða og byggt af myndarskap yfir læknafjölskyldur Meira

Minningargreinar

13. maí 2025 | Minningargreinar | 5295 orð | 1 mynd

Áslaug Stefánsdóttir

Áslaug Stefánsdóttir fæddist 27. nóvember 1929 í Fischersundi í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 30. apríl 2025. Foreldrar Áslaugar voru Stefán Ingimar Dagfinnsson, f. 10.7. 1895, d. 31.8. 1959, skipstjóri, og Júníana Stefánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 1102 orð | 1 mynd

Fanney Tómasdóttir

Fanney Tómasdóttir fæddist 24. september 1930. Hún lést 30. apríl 2025. Útför Fanneyjar fór fram 12. maí 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 2196 orð | 1 mynd

Mjöll Snæsdóttir

Mjöll Snæsdóttir fæddist 12. febrúar 1950. Hún lést 28. apríl 2025. Útför Mjallar fór fram 12. maí 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

Ólafur Kjartans Þórðarson

Ólafur Kjartans Þórðarson fæddist 21. mars 1938. Hann lést 13. apríl 2025. Útför hans fór fram 28. apríl 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 476 orð | 1 mynd

Ragnar Vestfjörð Sigurðsson

Ragnar Vestfjörð Sigurðsson fæddist 17. janúar 1945. Hann lést 16. apríl 2025. Útför Ragnars fór fram 25. apríl 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Unnur Jóhannesdóttir

Sigurbjörg Unnur Jóhannesdóttir fæddist 2. desember 1929. Hún lést 8. apríl 2025. Útför hennar fór fram 15. apríl 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 2794 orð | 1 mynd

Sigursteinn Ívar Þorsteinsson

Sigursteinn Ívar Þorsteinsson fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 15. ágúst 1972. Hann lést 29. apríl 2025. Foreldrar hans eru Heiðdís Sigursteinsdóttir, f. 14. janúar 1955, og Þorsteinn Ívar Sæmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 642 orð | 1 mynd

Sólveig Eggertsdóttir

Sólveig Eggertsdóttir fæddist 28. maí 1945. Hún lést 18. apríl 2025. Útför hennar fór fram 5. maí 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. maí 2025 | Minningargreinar | 1508 orð | 1 mynd

Þorleifur Pálsson

Þorleifur Pálsson fæddist 17. júní 1938. Hann lést 23. apríl 2025. Útför hans fór fram 12. maí 2025. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. maí 2025 | Viðskiptafréttir | 136 orð | 1 mynd

Breytingar muni lækka verð íbúða

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út skýrsluna Vegvísir að breyttu eftirliti á Íslandi, þar sem lagðar eru fram róttækar breytingar á fyrirkomulagi byggingareftirlits hér á landi. Úttekt HMS sýnir að í yfir 70% nýframkvæmda árið 2023… Meira
13. maí 2025 | Viðskiptafréttir | 172 orð | 1 mynd

Lækkar lyfjaverð um allt að 80%

Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti nú á sunnudaginn að hann myndi undirrita forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í Bandaríkjunum um 30% til 80%. „Ég mun koma á kerfi þar sem Bandaríkin greiða sama … Meira

Fastir þættir

13. maí 2025 | Í dag | 62 orð

[4025]

Nú hendi ég ruslinu mínu í tunnur nágrannans. Mér er þá stefnt fyrir siðanefnd hverfisins og mér gert að taka ruslið til baka. Sögnin merkir þarna að dæma, úrskurða og talað er um að gera e-m að gera e-ð, úrskurða að hann skuli gera það Meira
13. maí 2025 | Í dag | 254 orð

Af sargi, frelsi og björtum veigum

Árni Bergmann sendir þættinum góða kveðju: „Heyrnarskertur maður er þreyttur og fúll vegna þess að hann getur ekki lengur hlustað á músík sér til ánægju. Allt er svo afskræmt sem að eyrum kemur Meira
13. maí 2025 | Í dag | 827 orð | 4 myndir

Alltaf með puttann á púlsinum

Anna Kristín Jónsdóttir fæddist 13. maí 1965 í Reykjavík. Hún ólst að mestu upp á Seltjarnarnesi og gekk þar í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. „Ég var í mörg sumur í sveit á Möðruvöllum í Hörgárdal og var félagsmaður í KEA í krafti lambs sem… Meira
13. maí 2025 | Dagbók | 94 orð | 1 mynd

„Ég hef aldrei vitað annað eins“

Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir, sem skipa tvíeykið VÆB, keppa í kvöld fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir stíga fyrstir á svið og hefst atriðið á orðunum „Let's go!“ – sem Ásgeir… Meira
13. maí 2025 | Í dag | 189 orð

Fiskirí S-Enginn

Norður ♠ D3 ♥ Á1092 ♦ Á6 ♣ KDG54 Vestur ♠ K9 ♥ G873 ♦ G1072 ♣ 1062 Austur ♠ ÁG10762 ♥ 65 ♦ 53 ♣ 983 Suður ♠ 854 ♥ KD4 ♦ KD984 ♣ Á7 Suður spilar 6G Meira
13. maí 2025 | Í dag | 158 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Vitaliy Garbuz (2.203) hafði svart gegn Guðmundi Kjartanssyni (2.450). 35. … Rxa3? svartur gat fengið unnið tafl eftir 35 Meira
13. maí 2025 | Í dag | 292 orð | 1 mynd

Þorkell Þorkelsson

60 ára Þorkell fæddist í Reykjavík og ólst upp í Skuggahverfinu og síðar í Vatnsmýrinni. Hann varð ljósmyndari hjá Morgunblaðinu 1985 og starfaði þar í 21 ár. Núna hefur hann starfað sem ljósmyndari Landspítalans í tólf ár Meira

Íþróttir

13. maí 2025 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Ármenningar komnir í úrvalsdeildina

Ármann er kominn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í 45 ár eftir sigur á Hamri, 91:85, í oddaleik liðanna í umspili 1. deildarinnar í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ármann lék síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 1980-1981 og varð Íslandsmeistari árið 1976 Meira
13. maí 2025 | Íþróttir | 968 orð | 2 myndir

„Við viljum frekar kalla þetta 4+8“

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands samþykkti á fundi sínum á laugardag nýja reglu um fjölda erlendra leikmanna í leikjum á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Samþykkt var að að lágmarki einn íslenskur leikmaður yrði inni á vellinum hverju sinni, svokölluð 4+1-regla Meira
13. maí 2025 | Íþróttir | 406 orð | 2 myndir

Gríski körfuknattleiksmaðurinn Dimitrios Agravanis leikmaður Tindastóls…

Gríski körfuknattleiksmaðurinn Dimitrios Agravanis leikmaður Tindastóls hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna framkomu sinnar í öðrum úrslitaleik Stjörnunnar og Tindastóls á Íslandsmótinu í körfubolta í Garðabænum síðasta sunnudagskvöld Meira
13. maí 2025 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Markaregn í bikarnum

Tuttugu og fjögur mörk voru skoruð í fimm leikjum í 16 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Þróttur, Valur, FH, Tindastóll og HK, sem leikur í 1. deild, eru komin áfram í átta liða úrslitin og fylgja Breiðabliki, Þór/KA og ÍBV, sem leikur í 1 Meira
13. maí 2025 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Morten var bestur í sjöttu umferðinni

Morten Ohlsen Hansen varnarmaður Vestra var besti leikmaðurinn í sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Morten átti mjög góðan leik í vörn Vestfjarðaliðsins þegar það lagði Aftureldingu að velli, 2:0, á laugardaginn og… Meira
13. maí 2025 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Þórdís var best í fimmtu umferðinni

Þórdís Elva Ágústsdóttir miðjumaður Þróttar var besti leikmaðurinn í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Þórdís lék mjög vel þegar Þróttur lagði Val að velli á Hlíðarenda í síðustu viku, 3:1, en þar skoraði hún eitt … Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.

OSZAR »