Það verður norðlæg átt 5-10 m/s á landinu í dag. Súld eða rigning verður með köflum á Norður- og Austurlandi og líkur á skúrum sunnanlands en það léttir til við Faxaflóa. Hitinn verður frá 6 stigum fyrir norðan en fer upp í 15 stig syðst á landinu.
Á morgun verður vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Það verður skýjað með köflum og víða lítilsháttar úrkoma. Hitinn verður á bilinu 7 stig 14 stig.