Eftir að framkvæmdum við nýjan hringveg um Hornafjörð lýkur fyrir áramót styttist vegurinn um 12 kílómetra.
Framkvæmdin snýst um lagningu 19 km langs þjóðvegar, 9 km af hliðarvegum og byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa sem eru samtals 468 metra langar.
„Hér hafa starfað að meðaltali um fjörutíu manns frá því verkið hófst í ágúst 2022 en sú tala reyndar nær tvöfaldaðist frá hausti 2023 til loka árs 2024 á meðan brúargerðin stóð sem hæst,“ segir Aron Örn Karlsson staðarstjóri Ístaks, í tilkynningu frá Vegagerðinni.