Ný kynslóð leikhúsfólks

Nadía Hjálmarsdóttir útskrifaðist úr Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrr í mánuðinum.
Nadía Hjálmarsdóttir útskrifaðist úr Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrr í mánuðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Nadía Hjálmarsdóttir var meðal þeirra nemenda sem útskrifuðust úr leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrr í mánuðinum, en nemendahópurinn var fyrsti bekkur og útskriftarhópur skólans sem stofnaður var árið 2024.

„Leikhússkólinn býður upp á eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk sem snýr aðallega að því sem gerist á bak við tjöldin í leikhúsinu og hvernig við búum til leikhús,“ segir Nadía. „Við fengum tækifæri til að læra inn á leikstjórn, skrif, sýningarstjórnun, ljósa-, hljóð-, búninga- og leikmyndahönnun og leiklist.“

Nadía segir hópinn hafa fengið grunn á öllum þessum sviðum en þegar leið á skólaárið hafi nemendur getað sérsniðið námið frekar að sínu áhugasviði. „Þetta hentar í rauninni fólki sem kemur inn í skólann vitandi hvað það vill gera innan leikhússins en líka því sem veit bara að það hefur áhuga á einhverju sem tengist gerð leiksýninga.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »