Víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu í dag

mbl.is/Ólafur Árdal

„Allvíðáttumikil lægð á milli Íslands og Færeyja stjórnar veðrinu hjá okkur í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Vindátt verður því norðlæg eða breytileg 5-13 m/s, ýmist gola, kaldi eða stinningskaldi. 

Á Norður- og Austurlandi verður svalt í norðanáttinni, þar má búast við rigningu eða þokusúld og hita á bilinu 6 til 12 stig.

Í öðrum landshlutum verður skýjað með köflum, sums staðar dálítil væta og hiti 10 til 17 stig, en síðdegis má búast við skúradembum á Suðurlandi.

Í kvöld og nótt fjarlægist síðan lægðin. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »