Eitt af sögulegri hótelum landsins, Bjarkalundur í Reykhólasveit, er komið á söluskrá. Aðalbyggingin á svæðinu er reist árið 1947 og þar eru 19 herbergi, veitingaaðstaða og fleira. Fleiri hús tengd ferðaþjónusturekstri eru á svæðinu. Samanlagt eru undir um 1.000 fermetrar á landareign sem er 58,5 hektarar.
Hótel Bjarkalundur, sem stendur við Vestfjarðaveg nr. 60 og er ekki langt frá Reykhólum, er bygging í gömlum og nokkuð svipsterkum stíl.
Sennilega er hús þetta þekktast fyrir að vera sviðsmynd og sögusvið í hinum vinsælu gamanþáttum Dagvaktinni, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir allmörgum árum. Þar voru leikararnir Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í aðalhlutverkum.
Sigurður Fannar Guðmundsson og Jens Magnús Jakobsson lgf. hjá Eignalandi hafa söluna á Bjarkalundi með höndum. Sigurður segir eign þessa bjóða upp á marga möguleika og hótelið hafi í tímans rás notið vinsælda. Þá sé staðsetning góð; við Vestfjarðaveg og því sem næst mitt á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Með yfirstandandi samgönguframkvæmdum á þessum slóðum greiðist leiðir. Slíkt styrki jafnan rekstur í ferðaþjónustu.
„Að undanförnu hafa verið að koma í sölu gististaðir, veitingastaðir og afþreyingarstarfsemi. Þar koma ýmsar ástæður til. Í stóra samhenginu staðfestir þetta þó að ferðaþjónusta er lifandi grein og í slíku umhverfi ganga eignir og rekstur kaupum og sölum,“ segir Sigurður Fannar.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.