Sögulegt hótel er komið á söluskrá

Hótelið góða sem er þekkt sviðsmynd úr sjónvarpsþáttum.
Hótelið góða sem er þekkt sviðsmynd úr sjónvarpsþáttum. mbl.is/Sigurður Bogi

Eitt af sögulegri hótelum landsins, Bjarkalundur í Reykhólasveit, er komið á söluskrá. Aðalbyggingin á svæðinu er reist árið 1947 og þar eru 19 herbergi, veitingaaðstaða og fleira. Fleiri hús tengd ferðaþjónusturekstri eru á svæðinu. Samanlagt eru undir um 1.000 fermetrar á landareign sem er 58,5 hektarar.

Hótel Bjarkalundur, sem stendur við Vestfjarðaveg nr. 60 og er ekki langt frá Reykhólum, er bygging í gömlum og nokkuð svipsterkum stíl.

Sennilega er hús þetta þekktast fyrir að vera sviðsmynd og sögusvið í hinum vinsælu gamanþáttum Dagvaktinni, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir allmörgum árum. Þar voru leikararnir Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í aðalhlutverkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »