Þurfti aðstoð við mannauðsmál

Úttekt var framkvæmd á vinnustað ríkissáttasemjara.
Úttekt var framkvæmd á vinnustað ríkissáttasemjara. mbl.is/Hákon

Embætti ríkissáttasemjara fékk nýverið til sín óháðan aðila til þess að framkvæma úttekt á starfsumhverfi embættisins í heild sinni þar sem „fámennt embætti þurfti aðstoð við sín mannauðsmál“.

Þar að auki höfðu starfsmenn komið því á framfæri til félagsmálaráðuneytisins að álag á starfsfólk væri mikið, að því er segir í skriflegu svari félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til Morgunblaðsins.

Attentus – mannauður og ráðgjöf framkvæmdi úttektina á þessum fjögurra manna vinnustað og fór hún þannig fram að tekin voru einstaklingsviðtöl hjá úttektaraðila. Markmið úttektarinnar var að kanna vinnustaðamenningu, samskipti, vinnuumhverfi og stjórnun á vinnustaðnum.

Ráðuneytið greinir frá því í svari að „niðurstöður úttektarinnar hafa nú borist ráðuneytinu en þær sýna meðal annars fram á mikla starfsánægju og góðan starfsanda hjá embættinu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »