Tveir skjálftar af stærðinni 3 hafa mælst síðan í gærkvöldi. Annar þeirra mældist í Bárðarbungu og hinn við Grjótárvatn.
Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þetta eðlilega virkni á báðum stöðum.
„Þetta eru staðir sem við erum vön að fá skjálfta af þessari stærð,“ segir hann.
Við Grjótárvatn hafa stærstu skjálftarnir sem hafa mælst síðan virkni hófst á svæðinu árið 2021 verið af stærð 3,7 en við Bárðarbungu geta komið mjög stórir skjálftar.
„Þar er nokkuð algengt að við sjáum skjálfta jafnvel 5 að stærð.“