Skjálftar í Bárðarbungu og við Grjótárvatn

Við Grjótárvatn hafa stærstu skjálftarnir sem hafa mælst síðan virknin …
Við Grjótárvatn hafa stærstu skjálftarnir sem hafa mælst síðan virknin hófst 2021 verið af stærð 3,7. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir skjálftar af stærðinni 3 hafa mælst síðan í gærkvöldi. Annar þeirra mældist í Bárðarbungu og hinn við Grjótárvatn.

Vakt­haf­andi veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands segir þetta eðlilega virkni á báðum stöðum.

„Þetta eru staðir sem við erum vön að fá skjálfta af þessari stærð,“ segir hann.

Geta komið mjög stórir skjálftar

Við Grjótárvatn hafa stærstu skjálftarnir sem hafa mælst síðan virkni hófst á svæðinu árið 2021 verið af stærð 3,7 en við Bárðarbungu geta komið mjög stórir skjálftar.

„Þar er nokkuð algengt að við sjáum skjálfta jafnvel 5 að stærð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »