Gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin

Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

Allir nefndarmenn minnihlutans í atvinnuveganefnd gera alvarlegar athugasemdir við að frumvörp um strandveiðar og veiðar á grásleppu hafi verið afgreidd út úr nefndinni á fundi hennar í gærmorgun.

Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og 2. varaformaður nefndarinnar, segir þessi vinnubrögð fordæmalaus og málin engan veginn tæk til umræðu í þingsal.

„Þessi mál hafa fengið mjög litla meðferð í nefndinni. Til að mynda voru einungis fjórir eða fimm gestir af um 20 umsagnaraðilum um frumvörpin boðaðir á fund hjá nefndinni. Það er alvarlegt þegar aðilar sem senda inn umsagnir um þingmál, og í mörgum tilvikum að beiðni nefndarinnar sjálfrar, eru ekki teknir til viðtals þar sem meirihluti nefndarinnar telur að ekki gefist tími til þess,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »