Tók sér Reykjavík alla fyrir fætur

Misjafnt hafast mennirnir að. Fyrir rúmum þremur árum reimaði Reykvíkingur einn á sig skóna og hélt af stað í leiðangur sem ekki lauk fyrr en nú í júní.

Og sá sem þarna á í hlut er Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu sem er landsmönnum mörgum að góðu kunnur.

Fluga í höfuðið

Hann fékk sumsé þá flugu í höfuðið að ganga allar götur Reykjavíkur. Þær eru um 1000 talsins. Varð hann sér út um lista hjá borginni og tók svo að haka við þær götur sem hann hafði lagt að baki.

Í skemmtilegu viðtali á vettvangi Spursmála fer hann yfir þetta uppátæki sitt og rifjar upp minnisverð tíðindi af plampinu.

Viðtalið við Sigurð Boga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan og hefst á mínútu: 47:49.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »