Lögreglan handtók mann í heimahúsi í nótt sem var með hníf í fórum sínum. Óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu vegna manns með hníf, en hann var óvopnaður þegar lögregla kom á vettvang. Hnífurinn reyndist þó í fórum hans og var hann handtekinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þá handtók lögregla mann sem reyndi að komast inn á skemmtistað í miðbænum með fíkniefni meðferðis. Dyraverði grunaði að maðurinn væri með fíkniefni á sér og höfðu samband við lögreglu.
Lögreglan kom á staðinn og leitaði á manninum eftir stutt samtal. Reyndist það rétt að ætluð fíkniefni voru í fórum hans.
Einnig var tilkynnt um líkamsárás í skemmtistað í miðbænum og rituð var skýrsla vegna málsins.
Lögreglan hafði einnig afskipti af manni sem var að stunda leigubílaakstur án leyfis og var einnig rituð skýrsla vegna þess máls.
Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og einnig vegna hraðaksturs.