Nefnd um eftirlit bíður eftir gögnum

Sigurður Kristófer lést af slysförum í nóvember.
Sigurður Kristófer lést af slysförum í nóvember. Ljósmynd/Landsbjörg

Nefnd um eftirlit með lögreglu bíður enn eftir gögnum sem talin eru nauðsynleg til að taka fyrir háttsemi lögreglumanns í garð aðstandenda Sigurðar Kristófers McQuillan, sem lést af slysförum á björgunaræfingu við Tungufljót í nóvember síðastliðnum.

Er þetta meðal þess sem fram kemur í svörum eftirlitsnefndarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins, en eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.

Foreldrar Sigurðar Kristófers, þau Óskar Ágúst Sigurðsson og Karin Agnes McQuillan, lýstu í Morgunblaðinu sl. fimmtudag upplifuninni af því hvernig andlát sonar þeirra var tilkynnt og hvernig lögregla stóð að upplýsingagjöf til fjölskyldunnar. Sögðu þau vinnubrögð lögreglu hafa verið hreina hörmung og að ekki hafi verið gerð nein tilraun til nokkurs konar sálgæslu. Þau eru því afar sár yfir því hvernig staðið var að málum. Hafa hjónin, eins og fram kom í áðurnefndu viðtali, nú kært lögreglumanninn sem tilkynnti þeim um andlátið. Sá ætti, að þeirra sögn, ekki að koma í hús þar sem sorgin hefur knúið dyra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »