Sprenging á Hjarðarhaga: Þrír fluttir á spítala

Frá aðgerðum við Hjarðarhaga
Frá aðgerðum við Hjarðarhaga mbl.is/Eyþór

Allt tiltækt lið viðbragðsaðila var kallað út eftir að tilkynnt var um sprengingu í fjölbýlishúsi í Hjarðarhaga í Vesturbæ. Mikinn reyk lagði frá jarðhæð í húsinu vegna elds sem kviknaði út frá sprengingunni. Slökkviliðið veit ekki hvað leiddi til sprengingarinnar að svo stöddu.  

Að sögn sjónarvotta kom einn maður alblóðugur út um glugga í kjallara. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír fluttir á spítala. 
Frá Hjarðarhaga.
Frá Hjarðarhaga. mbl.is/Eyþór

Fjórir slökkviliðsbílar voru á svæðinu, sex sjúkrabílar komu á svæðið og þrír þeirra fóru með slasaða á spítala. Minnst 10 lögreglubílar og lögregluhjól eru í útkallinu. Íbúar stóðu fyrir utan og fylgdust með aðgerðum auk þess sem lögregla tók skýrslu af þeim. 
Aðgerðum er við það að ljúka og slökkviliðið er að ganga frá búnaði sínum.  

Slökktu eld út frá sprengingu 

„Við vitum ekki af hverju þessi sprenging stafar. Það er búið að slökkva allan eld á jarðhæðinni og verið er að reykræsta stigagang. Einnig er hugað að íbúum sem þarna búa. Þrír voru fluttir af vettvangi á sjúkrahús. Nú er verið að huga að næstu skrefum og skoða hvort þurfi að huga að öðrum íbúðum í stigagangnum vegna reyks,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »