Lúxusgisting á Gaddstaðaey

Hér má sjá hvar hótelið verður staðsett og sömuleiðis gistihúsin. …
Hér má sjá hvar hótelið verður staðsett og sömuleiðis gistihúsin. Hægra megin sést keppnissvæði hestamanna á Gaddstaðaflötum. Mynd/Efla

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í Gaddstaðaeyju, þar sem gert verði ráð fyrir breytingu á landnotkun. Núverandi óbyggt svæði breytist í verslunar- og þjónustusvæði.

Á Gaddstaðaflötum er keppnissvæði hestamanna og þar hafa Rangæingar margoft haldið landsmót.

Breytingin nær til Gaddstaðaeyjar, sem er eyja í einkaeigu í Ytri-Rangá, um 10 hektarar að stærð. Skipulagssvæðið er skilgreint sem óbyggt land í aðalskipulaginu, og er innan þéttbýlismarka Hellu. Fyrirhugað er að reisa 160 herbergja hótel syðst á eynni fyrir allt að 320 gesti og vera með afþreyingu, t.a.m. baðlón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »