Það verður víða léttskýjað á landinu í dag með hita að allt að 20 stigum en eftir einmuna veðurblíðu um allt land síðustu daga þar sem hitinn hefur farið vel yfir 20 stig í sól og blíðu eru veðrabreytingar í vændum.
Í hugleiðingum Veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir hæðin sem stjórnað hefur veðrinu hjá okkur síðustu viku hörfi til austurs á morgun og lægð nálgast úr suðvestri.
Í dag verður hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað en líkur eru á þokalofti við ströndina. Hitinn verður 6 til 20 stig yfir daginn, hlýjast inn til landsins, en svalast í þokuloftinu.
Á morgun verða breytingar á veðrinu. Það gengur í suðaustan 10-15 m/s vestantil og fer að rigna þar seinnipartinn. Um austanverrt landið verður hægri vindur og bjart en það þykknar þar upp um kvöldið. Hitinn verður á bilinu 10 til 22 stig og verður hlýjast norðaustanlands.