Lausar lóðir í þjóðlendunum

Hér stendur hinn frægi Skagafjörðsskáli Ferðafélags Íslands sem nú stendur …
Hér stendur hinn frægi Skagafjörðsskáli Ferðafélags Íslands sem nú stendur til að fella og reisa annan í sama stíl. mbl.is/Sigurður Bogi

„Skylda okkar er sú að auglýsa til umsóknar þær lóðir innan þjóðlendna í sveitarfélaginu sem nýta má. Eðlilega hljóta þeir sem þar eru fyrir með starfsemi þó að hafa ákveðna forgjöf,“ segir Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri í Rangárþingi í eystra.

Sveitarfélagið auglýsti á dögunum úthlutun lóða í Langadal og Húsadal í Þórsmörk, á Goðalandi og í Efri-Botnum í Emstrum, sem eru við Nyrðri-Fjallabaksleið. Í Þórsmörk eru undir tvær lóðir sín í hvorum dalnum og þar eru skálar, byggingar og starfsemi á vegum Ferðafélags Íslands, sem einnig er með aðstöðu og starf í Emstrum. Má þess og geta að Ferðafélag Íslands stefnir að því að reisa á næstu misserum nýja byggingu í Langadal. Þar er Skagafjörðsskáli, bygging sem komin er til ára sinna og orðin feyskin svo þægilegast þykir að reisa aðra í sama stíln.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »